Hamingjan byrjar á
hollum mat
Hægeldaður, ferskur hundamatur, sérsniðinn
fyrir þinn hund.
Nú getur hundurinn þinn einnig borðað hollt
Þetta er ekki þurrmatur, blautmatur né hráfæði. Þetta er einfaldlega bara ferskur matur unninn úr hollum og góðum hráefnum án allra rotvarnarefna
Alvöru hráefni
Við notum aðeins holl og góð hráefni því hundurinn þinn á skilið það besta.
sérsniðið áskriftarplan
Þú tekur stutta könnun og við gefum þér sérsniðið áskriftarplan.
Heimsent
Slepptu búðaferðinni. Ferski hundamaturinn okkar er sendur heim til þín í hverjum mánuði.
Kominn tími á ferska
nálgun í hundamat.
Flestur Hundamatur er framleiddur úr afgangs hráefnum sem við seljum ekki til manneldis, Við teljum að það sé til önnur leið.
Rotvarnarefni
Geta haldið gæludýrafæði stöðugu í mörg ár. Það er ekkert eðlilegt við það. Við notum engin rotvarnarefni.“
Brúnir kögglar
Þurrfóður er gríðarlega mikið unnið, sama hvað innihaldslistinn eða myndirnar gefa til kynna.“
Villandi merkingar
Matur getur falið sig á bak við blekkjandi umbúðir. “Made with beef” getur þýtt aðeins 3% nautakjöt.
Hvernig við gerum hundamatinn hollan?
Fyrsta flokks hráefni
Við notum bara fyrstaflokks hráefni. Hráefni sem flokkast ekki sem 'úrkast' eða 'Dýraafurðir utan manneldis'. Aðeins hágæða kjöt og fersk innihaldsefni sem þú myndir treysta sjálf/sjálfur.
Létt eldað
Við létteldum matinn til að varðveita bragð og næringu, og frystum hann síðan til að lengja endinguna án allra rotvarnarefna. Það þýðir að hundurinn þinn getur loksins hætt á iðnaðarfóðri, og fengið alvöru næringu í hverri máltíð.
Sent heim í áskrift
Við búum til persónulegt plan fyrir hundinn þinn. Þú svarar stuttri könnun og í framhaldi færð þú sérsniðnar máltíðir sendar beint heim í áskrift.
Auðveldara fyrir þig.
Betra fyrir hundin þinn.
Við sérsníðum matarplanið að hundinum þínum og tryggjum að hann fái alla þá næringu sem hentar honum. Þú færð sendingar heim á réttum tíma, svo þú lendir aldrei í vandræðum.
Regluleg
heimsending
Sérsniðið
plan
Fyrstaflokks
hráefni
Sveigjanleg
áskrift
Hvernig virkar þetta?
Taktu stutta könnun
Svaraðu örfáum spurningum um hundinn þinn – aldur, stærð, virkni og matarvenjur. Það tekur aðeins örfáar mínútur en gefur okkur allar upplýsingar sem við þurfum.
Fáðu sérsniðað plan
Þegar þú hefur lokið könnuninni mótum við plan sem hentar hundinum þínum. Það er sniðið að hans lífsstíl og þörfum og tryggir að hann fái það sem hann þarfnast til að líða sem best.
Sent beint heim til þín
Reglulegar heimsendingar í áskrift. Alltaf ferskt, kemur frosið til að varðveita ferskleikan, án rotvarnarefna. Þannig er hundurinn þinn alltaf í toppformi.
Fáðu sérsniðið matarplan fyrir hundinn þinn
hráefnum, sérsniðinn og sendur beint
heim að dyrum.