Skilmálar
I. Upplýsingar um seljanda
Nafn: Nordic Brands ehf.
Kennitala: 6102230520
Heimilisfang: Safamýri 67, 108 Reykjavík
Netfang: info@Nordicdiet.is
VSK-númer: 147803
II. Gildissvið
Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti sem Viðskiptavinur gerir við Nordic Brands ehf. (rekstraraðila vörumerkisins Nordic Diet) um kaup á hundafóðri í áskriftar- og heimsendingaþjónustu. Skilmálarnir eru settir í samræmi við íslensk lög, m.a. lög nr. 16/2016 um neytendasamninga og lög nr. 48/2003 um neytendakaup.
III. Vörulýsing
Nordic Diet býður ferskan og næringarríkan hundamat sem afhentur er í reglulegri áskriftarþjónustu með heimsendingu. Upplýsingar um innihald, næringargildi og pakkastærðir eru birtar á vefsíðu fyrirtækisins.
IV. Áskrift og afhending
- Áskrift er sjálfvirk og gjaldfærð á 28 daga fresti (fjögurra vikna fresti).
- Maturinn er sendur til viðskiptavinar á 28 daga fresti í samræmi við áskriftarsamning.
- Viðskiptavinur getur breytt afhendingu, sett áskrift í hlé eða sagt henni upp með því að skrá sig inn á mínar síður, eða senda email á Nordicdiet@Nordicdiet.is
- Enginn binditími er á áskrift. Uppsögn þarf að berast áður en næsta gjaldfærsla á sér stað. Hafi gjaldfærsla farið fram er pöntun afgreidd og áskrift telst lokið eftir afhendingu.
V. Verð og greiðslur
- Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK), með virðisaukaskatti.
- Greiðslur fara fram með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Verifone.
- Nordic Diet varðveitir ekki kortaupplýsingar.
- Fyrirtækið áskilur sér rétt til verðbreytinga en tilkynnir slíkar breytingar með minnst 14 daga fyrirvara áður en næsta áskrift er gjaldfærð.
VI. Afhending og sendingarkostnaður
- Heimsending fer fram á afhendingarstað sem viðskiptavinur tilgreinir.
- Afhending er á 28 daga fresti, og er tilgreindur við fyrstu pöntun.
- Sendingarkostnaður er 0 kr með áskriftarplönum innan höfuðborgarsvæðisins.
VII. Kvartanir og ábyrgð
- Kvartanir vegna galla eða einhvers annars skulu sendar á netfangið nordicbrands@nordicbrands.is. og verður þeim svarað innan þriggja daga.
- Til að óska eftir skilum skal senda tilkynningu á nordicbrands@nordicbrands.is.
- Skil á matvörum eru aðeins möguleg ef varan er í upprunalegum, óopnuðum umbúðum nema um galla sé um að ræða.
- Sendingarkostnaður vegna skilanna er á ábyrgð kaupanda og er ekki endurgreiddur.
VIII. Persónuvernd og öryggi
- Meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við lög nr. 80/2018 um persónuvernd og reglugerð (ESB) 2016/679 (GDPR).
- Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Verifone. Nordic Diet geymir ekki greiðsluupplýsingar.
- Viðskiptavinur getur afþakkað markaðsleg samskipti með því að íta á (unsubscribe).